- Elkem
- About Elkem
- Our Worldwide Presence
- Iceland
- Elkem Iceland
Elkem Ísland
Elkem á Íslandi einsetur sér heiðarleika og vill stuðla að stöðugum framförum gagnvart því jafnvægi sem ríkja þarf á milli þess að nýta og vernda náttúruauðlindir
Elkem Ísland er staðsett á Grundartanga í Hvalfirði, um 40 km frá Reykjavík.
Elkem á Íslandi er hluti af sterkri alþjóðlegri heild, Elkem ASA, sem er einn af helstu framleiðendum heims á kísilafurðum. Við viljum tryggja trausta framtíð fyrirtækisins með stöðugum vexti og nýjungum á sviði þjónustu og vöruframboðs fyrir viðskiptavini okkar.
Okkar helsta afurð er kísilmálmur sem er eitt af grunnhráefnum í stáliðnaði en það bætir stálframleiðsluferlið og stálgæði. Kísilmálmur er annars vegar notaður til þess að hreinsa stál og hins vegar sem íblöndurefni til þess að ná fram ákveðnum eiginleikum í stáli.
Elkem á Íslandi hefur lengi vel framleitt staðlaðan kísilmálm en á undanförnum árum hefur verksmiðjan stækkað vöruúrval sitt af sérvöru til að mæta aukinni eftirspurn á markaði eftir slíkum vörum.
Staðreyndir um Elkem Ísland
- Við erum með þrjá ljósbogaofna sem heita Björg, Auður og Cleópatra
- Elkem er einn af leiðandi framleiðendum hágæða kísiljárns (FeSi)
- Árleg framleiðslugeta ofna er um 120.000 tonn.
Ertu í atvinnuleit?
Við erum alltaf í leit að öflugu og hæfileikaríku fólki í fjölbreytt störf hjá Elkem Ísland
Meira um Elkem
Contact us
Take your business to the next level by partnering-up with a global leading material manufacturer.